45. fundur
fjárlaganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. mars 2013 kl. 09:00


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG) formaður, kl. 09:00
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ), kl. 09:00
Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS), kl. 09:00
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 09:00
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:00
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00

Kristján Þór var veðurtepptur.
Björgvin vék af fundi kl. 9:32, kom kl. 10:20 og vék af fundi kl. 11:40.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 618. mál - stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík Kl. 09:00
Landspítali: Björn Zoega, María Heimisdóttir og Ingólfur Þórisson.
Háskóli Íslands: Guðmundur Þorgeirsson, Guðmundur R. Jónsson og Inga Þórsdóttir. Lagðir fram punktar vegna fundar með fjárlaganefnd dags. 4. mars 2013.
Samtök iðnaðarins: Orri Hauksson, Árni Jóhannesson og Jón Bjarni Gunnarsson.
Alþýðusamband Íslands: Finnbjörn A. Hermannsson og Þorbjörn Guðmundsson.
Samtök atvinnulífsins: Pétur Reimarsson, Andrés Magnússon og Stefán Matthíasson. Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Samtök verslunar og þjónustu lögðu fram umsögn um 618. mál, dags. 4. mars 2012.
Formaður mun leggja fram drög að nefndaráliti þar sem fram munu koma sambærilegir fyrirvarar og eru í núgildandi lögum.

2) 271. mál - lokafjárlög 2011 Kl. 11:30
Rætt var um drög að nefndaráliti nefndarinnar. Allir samþykkir, Björn, Ásbjörn, Ragnheiður, Sigmundur, Lúðvík og Valgerður, um að afgreiða álitið úr nefndinni, en Höskuldur gerir fyrirvara við álitið og mun gera grein fyrir honum í ræðu í þingsal.

3) Önnur mál Kl. 12:03
Fleira var ekki gert.

4) Samþykkt fundargerðar Kl. 12:04
Lögð var fram fundargerð 44. fundar frá 28. febrúar 2013 og var hún samþykkt af Birni, Ásbirni, Ragnheiði, Höskuldi, Sigmundi, Lúðvík og Valgerði.
Fundargerð þessa fundar var samþykkt af: Birni, Ásbirni, Ragnheiði, Höskuldi, Sigmundi, Lúðvík og Valgerði.
Björgvin vék af fundi kl. 9:32, kom kl. 10:20 og vék af fundi kl. 11:40.

Fundi slitið kl. 12:05